Forvarnardagurinn

Ritstjórn Fréttir

Forvarnardagur 2009 var haldinn í öllum grunnskólum landsins í gær (30.sept.). Dagurinn var helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Aðal þemað var „Samvera“.
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Sjá nánar www.forvarnardagur.is
Í tilefni af forvarnardeginum kom fulltrúi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar og ræddi við nemendur 9.bekkjar, en þau taka þátt í verkefnum sem tilheyra þessum degi. Hann sýndi þeim myndband þar sem meðal annars kom fram mikilvægi þess að stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf. Nemendur í 9. bekk fengu afhenta bæklinga frá UMFÍ, Skátunum og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Einnig fengu þau blaði með útskýringum á net-ratleiknum sem þau tóku svo þátt í á netinu og skiluðu inn svörum. Þeim var einnig skipt niður í hópa og í þeim svöruðu þau meðal annars spurningum um hvernig hægt er að bæta samveru fjölskyldunnar, auka áhuga á íþrótta- og æskulýðsstarfi og hvað unglingar græða á því að drekka ekki áfengi. Þetta tóks allt mjög vel.