Fjör í tækni-Lego

Ritstjórn Fréttir

Nú standa yfir námskeið á vegum Tómstundaskólans í tækni –LEGO
Leiðbeinandi á námskeiðunum er Jóhann Breiðfjörð
sem starfað hefur í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá leikfangafyrirtækinu LEGO
Mikil þátttaka er á námskeiðin og 65 börn eru skráð.
Mikið fjör var í gær á fyrsta námskeiðinu og sköpunargleðin leyndi sér ekki.
100 kg af Legokubbum voru til að moða úr.