Óvissuferð 10. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Daganna 16.-18.september síðastliðinn fóru nemendur 10. bekkjar í skólaferðalag sem var skipulagt sem óvissuferð og voru það foreldrar sem báru hita og þunga af öllum undirbúningi. Er skemmst frá því að segja að þessi ferð var mjög skemmmtileg og vel heppnuð í alla staði. Hér á eftir er stutt lýsing á því sem krakkarnir höfðu fyrir stafni auk nokkurra mynda úr ferðinni.
Miðvikudagur 16. september
Strax eftir samræmduprófin um hádegisleytið lögðum við af stað í óvissuferð og keyrðum norður í Skagafjörð. Keyrðum í þrjár klukkutíma þar til við komum á Sauðárkrók. Þar var hópnum skipt í tvennt – annar fór á hestbak og hinn í klettasig í Hegranesi og svo var skipt. Þá var farið á skotsvæði þar sem við fengum að prófa að skjóta af rifli ,haglabyssu og boga. Eftir þetta voru allir orðnir þreyttir, svangir og kaldir og því var stefnan tekin upp á Steinstaði þar sem við komum okkur fyrir á gistihúsinu og borðuðum lasagna. Eftir kvöldmatinn fórum við í sund .
Fimmtudagur 17. september
Við vöknuðum snemma, borðuðum morgunmat og keyrðum svo að Hólum í Hjaltadal þar sem kirkjan var skoðuð. Síðan lögðum við að stað til Dalvíkur – þaðan lá svo leiðin til Akureyrar þar sem við fórum á skauta, í keilu og enduðum á því að fara út að borða á Greifanum. Síðar um kvöldið þegar við vorum komin aftur heim að Steinsstöðum fórum við í útileiki og svo í sund.
Föstudagur 18. september
Vöknuðum snemma og útbjuggum okkur nesti. Fórum svo í ,, paintball “ á Vindheimamelum í Skagarfirði og þaðan í ,,river rafting” sem var í vestari Jökulsá . Fórum svo í sund í Varmahlíð og á heimleiðinni fengum við okkur að borða á Pottinum og pönnunni á Blönduósi. Vorum við svo komin heim í Borgarnes kl. 10 um kvöldið.