Vinafundur 3. og 6. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Í dag hittust 3. og 6. bekkur sem vinabekkir og áttu góða stund saman. 6. bekkur fór niður í stofurnar hjá 3. bekk og byrjuðu nemendur á því að kynna sig. Eldri nemendurnir dreifðu sér um stofurnar og spiluðu við þá yngri. Það var fljót að myndast skemmtileg stemming og samstaða að skemmta sér.
Eftir dágóðan tíma í spilum fóru bekkirnir saman út í frímínútur að leika. Þróuðust málin þannig að 6. bekkur lék við nær allt yngsta stigið úti á fóboltavelli, 1. 2. og 3. bekkur á móti 6. bekk með sigri yngri bekkjanna. Allir voru sáttir og glaðir eftir þessa samveru stund og stóðu þau sig sérstaklega vel.