Fræðslufundur fyrir foreldra

Ritstjórn Fréttir

Þann 21. október var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra nemenda í 7. bekk. Fyrirlesarar voru Íris Sigmarsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur og Birna Hlín Guðjónsdóttir. Fyrirlestur Írisar bar heitið ,, Að vera 12 ára,“ þar sem hún ræddi um hlutverk okkar sem foreldra á þessu aldursskeiði barnanna og starfið sem hún kemur til með að vinna í vetur í árganginum. Birna Hlín kynnti ,,Uppeldi til ábyrgðar“ eða
,,Uppbyggingarstefnuna“, sem er sú uppeldisaðferð sem unnið er eftir í skólanum. Birna Hlín hefur nú nýverið farið á námskeið sem veitir henni rétt til að halda námskeið í þessum fræðum fyrir foreldra. Í lokin ræddu foreldrar um skipulag fjáröflunar sem fyrirhugað er að fara í vegna Reykjaferðar 7. bekkjar, sem verður 11. – 15. janúar.