Eins og fram hefur komið verður árshátíð skólans haldin á morgun, fimmtudaginn 29. október, í Menningarsal Borgarbyggðar. Sýningar verða tvær kl. 16:30 og 18:30.
Í morgun var haldin generalprufa þar sem rent var í gegnum dagskránna. Gekk hún að mestu áfallalaust en alltaf má búast við að eitthvað farið úrskeiðis þegar hátt á þriðja hundrað nemendur koma fram. Nemendur skemmtu sér vel yfir því sem fram fór á sviðinu og því óhætt að lofa forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans góðri skemmtun.