Árshátið 2009

Ritstjórn Fréttir

Árshátíð skólans var haldin í menningarsal Borgarbyggðar í gær, boðið var upp á tvær sýningar, kl. 16:30 og 18:30. Var mjög góð mæting á báðar sýningarnar, fullur salur. Þema sýninganna var „gleði“. Ekki var annað að heyra á viðbrögðum áhorfenda en vel hafi til tekist. Nemendur stóðu sig frábærlega vel sem og aðrir sem að þessu komu. Skólinn þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gerðu þetta mögulegt en svona árshátíð krefst bæði mikils tíma og undirbúnings þar sem margir þurfa að leggja mikið á sig . Að sjálfsögðu voru teknar myndir og er hægt að sjá einhvern hluta þeirra hérna í myndasafninu en myndir segja meira en fjölmörg orð.