Vinabekkir

Ritstjórn Fréttir

Þann 5.nóvember fóru 4.bekkingar í heimsókn til vinabekkjar sins sem er 1.bekkur. Þetta er í annað skiptið sem hóparnir hittast. Í fyrra skiptið fóru þau í Skallagrímsgarð og léku sér saman í leikjumí eina kennslustund. Núna, í þetta sinn voru 4.bekkingar að lesa fyrir 1.bekkingana vini sína. Þetta var mjög skemmtilegt, börnin leiddu litlu vini sína um skólann og sýndu þeim stofuna sína eftir lesturinn eða þau lásu fleiri bækur. Sumir fóru að spila á spil með félaga sínum eða léku saman Lúdó. Einbeitingin var slík að það mátti heyra saumnál detta eins og sagt er á góðri íslensku. Allir voru til fyrirmyndar stórir sem smáir. Þessi nýbreytni er gerð til þess að börnin kynnist meira innbyrðis í skólanum og þau hitti krakka sem eru ekki á sama tíma í frímínútum og hittast því sjaldan. Einnig er þetta ákaflega gott fyrir eldri börnin að eiga að vera til fyrirmyndar í einu og öllu, og skija hvað í því felst.