Torfi Lárus fær tölvu

Ritstjórn Fréttir

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað hér í skólanum upp úr hádegi í dag að formenn Lionsklúbbanna tveggja í Borgarnesi ásamt Ómari í Omnis kíktu í heimsókn í 7. bekk. Tilgangur heimsóknarinnar var að færa Torfa Lárusi Karlssyni fartölvu að gjöf, en eins og margir vita þjáist Torfi Lárus að sjúkdómi sem heftir alla hreyfigetu hans og því nauðsynlegt fyrir hann að hafa góða tölvu til að vinna á.