Grunn- og símenntun starfsfólks

Ritstjórn Fréttir

Dagana 12. – 14. ágúst sótti starfsfólk grunnskólanna í Borgarbyggð endurmenntunarnámskeið að Þingahamri. Fyrstu tveir dagarnir voru tileinkaðir fjölbreyttum og sveigjanlegum kennsluháttum (sjá Litróf kennsluaðferðanna) sem var undir stjórn Ingvars Sigurgeirssonar prófessors við Kennaraháskóla Íslands og Lilju S Ólafsdóttur aðstoðarskólastjóra.
Á námskeiðinu var fólki skipt upp í hópa. Hóparnir munu vinna áfram að sínum verkefnum og skila niðustöðum sínum á málstofu námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að námskeiðinu ljúki um miðjan desember.
Þriðja daginn var síðan farið yfir helstu atriði varðandi skyndihjálp og brunavarnir. Jón Pétursson og Stefnir Snorrason frá Landssamtökum Slökkviliðsmanna önnuðust fræðsluna.
Margrét Tryggvadóttir og Ingibjörg Elín Jónasdóttir fóru á ráðstefnu um miðjan ágúst í Västerås í Svíþjóð þar sem yfirskriftin var Hlutverk sérkennslunnar – heldur norræna líkanið velli? Á ráðstefnunni var skoðað og rætt um þróun sérkennslunnar í ljósi framtíðar.
Anna Dóra Ágústdóttir, Arna Einarsdóttir, Ásdís Ingimarsdóttir og Birna Kristín Baldursdóttir eru í kennsluréttindanámi.
Þrír stuðningsfulltrúar, þær Fanney Kristjánsdóttir, Þordís Ásgerður Arnfinnsdóttir og Guðrún Berta Guðsteinsdóttir eru í stuðningsfulltrúa námi við Borgarholtsskóla.