Skjólið opnar 1. september

Ritstjórn Fréttir

Því miður verður ekki hægt að opna Skjólið fyrr en 1. september. Nemendur úr dreifbýli munu eftir sem áður hafa þar afdrep frá fyrsta skóladegi.
Fyrirhugað er að reka skjólið með breyttu sniði í vetur. Nemendur úr dreifbýli munu hafa afdrep sitt þar þangað til að skólabílar fara. Nemendur sem kaupa sér vistun í Skjólinu verða í skipulagðri dagskrá. Stefnt er að því að þessum tveimur hópum verði ekki blandað saman. Að sjálfsögðu geta nemendur úr dreifbýli keypt sig inn í það skipulagða starf sem boðið verður upp á.
Nánari upplýsingar um Skjólið er að finna hér á síðunni