Skólasetning mánudaginn 25. ágúst

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur mánudaginn 25. ágúst kl. 13:00 í Íþróttamiðstöðinni. Skólabíll mun fara úr Bjargslandi kl. 12:40 og 12:50. Að skólasetningu lokinni fara nemendur upp í skóla og hitta umsjónarkennara sína og fá afhendar stundatöflur og innkaupalista (þá er einnig hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://grunnborg.is/).

Nemendur mæta samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 26. ágúst. Akstur úr dreifbýli verður með hefðbundnum hætti.
Foreldrar/forráðamenn grunnskólabarna athugið að hafa strax samband við ritara skólans ef fyrirhuguð eru skólaskipti á komandi hausti. Símanúmer skólans er 437 1229.