Samsöngur á aðventu

Ritstjórn Fréttir

Nú á aðventunni munu nemendur 4.-6. bekkja koma saman klukkan 8 á þriðjudagsmorgnum og syngja saman nokkur jólalög undir stjörn Rúnu tónlistarkennara. Það er alltaf byrjað á einni vísu úr laginu ,,Við kveikjum einu kerti á“ og um leið er tendrað á einu kerti á aðventukransi. Jafnframt segir Rúna krökkunum hver er merking kertanna. Þetta eru skemmtilegar stundir sem vonandi verða með tímanum að föstum lið á aðventunni.