Litlu jólin

Ritstjórn Fréttir

Litlu jólin voru haldin með hefðbundnu sniði hér í skólanum í morgun. Fyrst söfnuðust nemendur saman í stofum sínum, hlustuðu á sögur, fóru í leiki, gæddu sér á góðgæti, fengu jólakort og litla pakka. Að því loknu var haldið í íþróttasalinn þar sem 3. og 4. bekkur lék helgileik og 6. bekkur flutti leikrit um stöðu og vandræði jólasveinanna í nútíma þjóðfélagi. Þá sýndu nokkrir nemendur 10. bekkjar dans. Að lokum var dansað í kringum jólatré með tilheyrandi söng og gleði en það var hljómsveitin Gammel dansk sem lék undir.
Nú er því komið jólafrí en skólahald hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar 2010.