Nýtt skipurit er hefur verið tekið í notkun fyrir skólann (sjá hér)
Með hinu nýja skipuriti er stefnt að því að gera Grunnskólann í Borganesi hæfari til að sinna hlutverki sínu.
Það er stefna Grunnskólans í Borgarnesi að stjórnun hans sé skilvirk og öllum ljós. Ábyrgð hvers og eins skilgreind, jafnframt því að starfsfólk þrói með sér samábyrgð á öllu starfi skólans.
Skipuritið á að sýna verkaskiptingu í aðalatriðum og formlegar boðleiðir. Verkaskiptingin er nánar útfærð í starfslýsingum. Verkaskiptingin mun þróast við samskipti manna og taka mið af aðstæðum. Starfsmenn þurfa að hafa samráð um úrlausn verkefna ef ná á góðum árangri.
Fyrirmæli eiga að fara hina formlegu boðleið, þannig að ábyrgð manna sé ætíð ljós. Samskipti starfsmanna og samvinna mega á hinn bóginn ekki vera háð hinum formlegu leiðum skipuritsins. Þar ber að fara stystu leiðir, en þá jafnframt að meta hvort upplýsa þurfi næsta yfirmann um málið.