Forkeppni fyrir skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 20. 1. kl. 13:30 verður forkeppni Skólahreysti haldin í íþróttahúsinu. Stjórn nemendafélagsins fer í bekki eldri deildar og hvetur alla til að taka þátt, en auk þess hafa 13 krakkar æft á þessari önn fyrir keppnina. Það eru, Anna Dóra Ágústsdóttir sem hefur leiðbeint nemendum í Skólahreystivali og íþróttakennarnir sem bera hitann og þungann af viðburðinum.