Myndataka verður í Grunnskólanum Borgarnesi 2.- 3.febrúar n.k.
Bjarni Jónsson frá Mynd ljósmyndastofu í Hafnarfirði mun annast myndatökuna. Teknar verða bekkjarmyndir af 1., 4., 7. og 10. bekk. Á allar bekkjarmyndir er ritað nafn nemenda og heiti bekkjar. Jafnframt er boðið upp á einstaklingsmyndatöku fyrir alla nemendur sem þess óska. Einstaklingsmyndatakan felur í sér þrjár mismunandi stærðir af myndum. Myndirnar eru í eftirfarandi stærðum,ein mynd 13x18cm, ein mynd 9x12cm og síðan fjórar passamyndir.
Greiða þarf fyrir bekkjamyndir og einstaklingsmyndir fyrirfram.
Greiða þarf fyrir bekkjamyndir og einstaklingsmyndir fyrirfram.