Skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Íþróttakeppnin ,,Skólahreysti“ er nú haldin í 5. skipti og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári. Á síðasta ári tóku 110 grunnskólar þátt og var lokakeppnin sýnd beint á RÚV og var áhorf 49% á landsvísu.
Undanfarna mánuði hafa 13 nemendur skólans æft sig markvisst fyrir keppnina í svokölluðu Skólahreystivali. Í síðustu viku fór skólakeppnin fram, þar sem valdir voru fulltrúar skólans í ár. Þeir nemendur sem unnu skólakeppnina voru Hera Hlín Svansdóttir, Díana Brá Bragadóttir, Hjalti Þorleifsson og Alexander Gabríel Guðfinnsson. Hjalti bætti skólametið í hraðabrautinni um 12 sek.
Við keppum í riðli Vestlendinga og Vestfirðinga í Smáranum í Kópavogi, þann 18. mars.
Nemendur 7. og 8. bekkjar tóku einnig þátt í keppninni og var þar margt efnilegra íþróttamanna sem gaman verður að fylgjast með á komandi árum.
Nánar er hægt að lesa um keppnina á http://www.skolahreysti.is/