Ugluklettur í heimsókn í Tómstundaskólanum

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 3. febrúar kom skólahópur leikskólans Ugluklettar, Fálkar, í heimsókn í grunnskólann og Tómstundaskólann. Er það hluti af samvinnuverkefni leikskólanna, grunnskólans og Tómstundaskólans í Borgarnesi. Krakkarnir fengu hressingu í Tómstundaskólanum, kíktu á dótið og léku sér áður en haldið var til baka á leikskólann. Myndirnar eru teknar í Tómstundaskólanum.