Lífshlaupið – verðlaun

Ritstjórn Fréttir

Nú er í gangi á vegum ÍSí og fleiri aðila skemmtilegur leikur er nefnist „lífshlaupið“. Er hérna um hvatningu til hreyfingar að ræða og skrá þátttakendur hreyfingu sína frá 3. febr. – 23. febr. Á hverjum degi er dreginn út einn bekkur og fær hann verðlaun – Í gær voru það nemendur 7. bekkjar sem duttu í lukkupottinn. Fá þeir ávaxtakörfu frá Ávaxtabílnum senda fljótlega. heimasíða verkefnisins er www.lifshlaupid.is