Tilboð

Ritstjórn Fréttir

Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu 1880 – 2007er gefin út í tilefni af aldarafmæli skólahalds í Borgarnesi haustið 2008 og 50 ára afmæli skólahalds að Varmalandi 2005.
Snorri Þorsteinsson vann að ritun verksins frá árinu 2005. Stofnuð var ritnefnd í byrjun þess árs, skipuð fulltrúum frá Grunnskólanum í Borgarnesi og Varmalandsskóla, sem hafði umsjón með verkinu og var til ráðgjafar um ritun sögunnar. Í ritnefndinni sátu Flemming Jessen, Hilmar Már Arason, Ingibjörg Daníelsdóttir og Kristín Thorlacius.
Saga barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu 1880-2007 er mikil bók. Hún er hátt í 400 blaðsíður í stóru broti, öll litprentuð og hinn vandaðasti gripur. Bókina prýða hundruð ljósmynda og var víða leitað fanga til að gera þann þátt sem fjölbreyttastan.
Þessi merka bók býðst nú Borgfirðingum á sérstöku tilboði, aðeins kr. 5.990,- (fullt verð kr. 6.990,-).
Sjá meira HÉR