Annarlok

Ritstjórn Fréttir

Nú fer að líða að lokum 2. annar með uppgjöri á námi nemenda á önninni. Síðasta skólaár var frammistöðumat skólans endurskoðað og því breytt. Makmiðið með þessum breytingum var að einfalda matið, gera það skýrara, tengja það við uppbyggingastefnuna og stefnu skólans. Þessar breytingar voru kynntar á fundi sem haldinn var fyrir foreldra í Óðali þann 7. október. Fyrirhugað er að halda annan kynningarfund þann 9. febrúar kl. 18:12 – 18:52 í Óðali.