Skólinn og veðrið

Ritstjórn Fréttir

Vetur konungur minnir hressilega á sig í dag. Mikið hefur snjóað og því er víða illfært hér innanbæjar. Hefur aðkoman að skólanum verið erfið í dag og skv. spá má búast við því að svipað verði upp á teningnum á morgun. Þar af leiðandi má reikna með einhverjum truflunum á ferðum skólabíla í fyrramálið nema tekist hafi að ryðja leiðina. Foreldrar verða að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann en hann verður opinn. Er það meginreglan að loka aldrei en erum viðbúin því að einhver fjöldi forráðamanna kjósi að halda börnum sínum heima. Eru þeir sem aka börnum sínum í skólann eindregið hvattir til að gæta fyllstu varúðar og aka alls ekki inn á skólalóðina því þar er mikill snjór og því viðbúið að festa sig.