Lífshlaupið

Ritstjórn Fréttir

Skólinn tók þátt í Lífshlaupinu 3. til 23. febrúar. Í þessu verkefni voru allir landsmenn hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu sinni og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá mátti alla hreyfingu en hún þurfti að ná minnst 30 mínútum samtals hjá fullorðnum og minnst 60 mínútur samtals hjá börnum og unglingum til að fá dag skráðan.
Flestir bekkir skólans tóku þátt og starfsfólk. Áhugi og dugnaður við að skrá var misjafn eftir hópum. Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig afbragðs vel og lentu í fimmta sæti í sínum flokki, fjórðu bekkingar hreyfðu sig mest allra nemenda sem skráðu sig. Til hamingju með það fjórðu bekkingar. Starfsfólk skólans varð í 71. sæti og sveitarfélagið vað í 31. sæti í sínum flokkum. Af þessu má ljóst vera að nemendur stóðu mun betur en fullorðna fólkið!
Sjá nánar HÉR