Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Í kvöld, fimmtudagskvöld, fór fram í Óðali upplestrarkeppni í 7. bekk. Verið var að velja keppendur til að taka þátt í upplestrarkeppni samstarfsskólanna sem haldin verður í Laugargerði 16. mars n.k. Flestir nemendur árgangsins tóku þátt en nokkur forföll voru vegna veikinda. Dómarar voru þeir Sævar Jónsson og Flemming Jessen og var þeirra hlutverk ekki auðvelt. Fjórir efstu hlutu viðurkenningarskjöl og voru það eftirfarandi.1. sæti: Hrund Hilmisdóttir, 2. sæti: Sandri Shabansson, 3. sæti: Ester Alda Hrafnhildardóttir, 4. sæti: Arna Rún Gylfadóttir. Myndir frá keppninni og af vinningshöfum birtast hérna fljótlega.