8. bekkur í skíðaferð

Ritstjórn Fréttir

Dagana 3.-4. mars sl. fór 8.bekkur ásamt umsjónarkennurum (Sigurði og Ingu Margréti) og fararstjórum (Gunnhildi og Ársæli) í skíðaferð. Krakkarnir renndu sér á skíðum og brettum á skíðasvæði Tindastóls rétt utan við Sauðárkrók. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði á skíðunum og náðu allir að renna sér nokkrar ferðir alveg án þess að detta. Lítið var um meiðsli og mannfall ekkert. Við vorum vel nestuð frá foreldrum, þannig að allir fengu nóg að borða milli ferða í fjallinu.
Að kvöldi miðvikudags fóru flestir í sund og svo út að borða pizzu. Að lokum heimsóttu krakkarnir félagsmiðstöðina á Sauðárkróki áður en þau héldu í háttinn í húsnæði grunnskólans. Að vísu gekk sumum erfiðlega að festa svefn. Eldsnemma næsta morgun drifu svo allir í sig morgunverð áður en farið var á skíðin á ný. Skíðað var fram eftir degi en svo haldið heim á leið. Ferðin gekk að vonum vel og voru krakkarnir sjálfum sér og öðrum til sóma. Frábærri skíðaferð lokið!!