Meira af skíðaferð 8. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Einar Stefánsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, var á ferð með myndavél í Tindastóli um daginn þegar nemendur 8. bekkjar voru þar að renna sér á skíðum og brettum. Einar var svo vinsamlegur að senda okkur nokkrar af myndunum sem hann tók við það tækifæri og má sjá þær hér í myndamöppu.