9. bekkur á Laugum

Ritstjórn Fréttir

Þá er velheppnaðri Laugadvöl lokið í ár. Þann 1. mars fóru nemendur 9. bekkjar til vikudvalar að Laugum eins og 9. bekkir skólans hafa gert undanfarin ár. Krakkarnir tóku virkan þátt í því sem var á dagskrá og þar reynir á marga þætti þar sem aðlaáherslan er á lífsleikni, samskipti og félagsfærni. Þarna fá þau tækifæri til að kynnast betur innbyrðis en einnig að stofna til nýrra kynna við krakka úr nágrenninu. Með okkur voru krakkar frá Kleppjárnsreykjum, Stykkishólmi, Heiðarskóla, Auðarskóla í Búðardal og í Tjarnarlundi og frá Birkimelsskóla á Barðaströnd. Dvölin var í alla staði ánægjuleg og nemendur voru sínu fólki og skólanum til sóma.
Myndir frá dvölinni sjá á Facebook; Síðan heitir Laugar Ungmenna-og tómstundabúðir