Nú í síðustu viku skólaársins er ýmislegt gert til tilbreytingar. 6. bekkur fór í Safnahúsið á mánudag og skoðaði þar sýningarnar Börn í hundrað ár og ljósmyndasýningu Áslaugar Þorvaldsdóttur. Í dag, þriðjudag, fer 1. bekkur í heimsókn til Agnesar í Hundastapa og fær að skoða húsdýrin, 3. bekkur fer í Akrafjöru og 10. bekkur leggur af stað í 3. daga skólaferðalag um Skagafjörð. Á fimmtudag fer svo annar bekkur í skógarferð í Hafnarskóginn. Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 1. júní en þá fer 7. bekkur í heimsókn á Borg á Mýrum til að fræðast um landnámið og Egils sögu.