Aðalfundur Foreldrafélagsins

Ritstjórn Fréttir

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður haldinn þriðjudaginn 29. maí í skólanum og hefst kl. 20:15. Stjórn foreldrafélagsins hvetur foreldra og forsjáraðila til að mæta á fundinn. Foreldrafélagið er vettvangur foreldra til að ræða málefni skólans og barna sinna og til að vinna að ýmsum hagsmunamálum skólans. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar kynnt.
3. Skýrsla jólaföndursnefndar kynnt.
4. Lagabreytingar.
5. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
6. Kosning formanns og annarra stjórnarmanna.
7. Önnur mál.