Bræðurnir Ævar Þór og Guðni Líndal Benediktssynir heimsóttu skólann nú á aðventu, lásu úr nýútkomnum bókum sínum og spjölluðu við nemendur. Guðni las bók sína Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu fyrir nemendur 1. og 2. bekkjar og Ævar las úr Þínu eigin tímaferðalagi fyrir nemendur 4. – 8. bekkjar. Þetta er í þriðja sinn sem bræðurnir enda kynningar sínar á nýjum jólabókum hjá okkur í Borgarnesi og má með sanni segja að komu þeirra sé ávallt beðið með eftirvæntingu.