Andlát

Ritstjórn Fréttir

Sigríður Helga Sigurðardóttir, Sigga Helga, ritari Grunnskólans í Borgarnesi lést aðfaranótt föstudagsins 3. janúar eftir erfið veikindi. Sigga Helga var fædd 27. október 1957. Hún var borinn og barnfæddur Borgnesingur og bjó í Borgarnesi stærstan hluta ævinnar. Sigga Helga var ritari grunnskólans frá haustinu 2004 þar til hún lét af störfum síðastliðið haust vegna veikinda. Hún sinnti störfum sínum af alúð og trúmennsku og var einstakur vinur okkar allra í skólanum.

Starfsfólk og nemendur Grunnskólans í Borgarnesi minnast Siggu Helgu með virðingu og þakklæti og votta ástvinum hennar dýpstu samúð.