Annar bekkur hefur í vetur kynnt sér sögu feðganna Egils og Skalla-Gríms. Fjallað var um landnám Skalla-Gríms og börnin lásu bókina Egill eftir Torfa Hjartarson. Þar segir frá fjölskyldu Egils og lífinu á Borg þegar hann var í barnæsku, óhlýðni Egils og ýmsum uppátækjum. Egils sýningin á Landnámssetrinu var skoðuð og nemendur komu á skólabókasafnið og heyrðu fleiri sögur af Agli. Ýmislegt var föndrað í tengslum við verkefnið, m.a. gerðu börnin myndir af Agli og Skalla-Grími og skipunum sem þeir Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur sigldu á til Íslands. Það má með sanni segja að nemendur annars bekkjar séu nú vel að sér um þennan merka hluta í sögu byggðarlagsins.
Umsjónarkennarar annars bekkjar eru Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir og Sigrún Sveinsdóttir.