Árshátíð GB í Hjálmakletti

Ritstjórn Fréttir

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi verður haldin í Hjálmakletti fimmtudaginn 6. apríl. Þema árshátíðarinnar að þessu sinni er samvinna og verður það túlkað á fjölbreytilegan hátt af nemendum skólans. Sýningar verða tvær; sú fyrri hefst klukkan 16.30 og sú síðari klukkan 18.30. Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Enginn posi. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda. Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Auglýsing- árshátíð