Undirbúningur árshátíðar skólans er nú hafinn. Þrátt fyrir kórónaveirufaraldur og takmarkanir sem honum fylgja láta nemendur ekki hugfallast og æfa nú fjölbreytta dagskrá af miklum krafti. Því miður verður ekki hægt, rétt eins og fyrir ári, að bjóða gestum á árshátíðina en sýningarnar verða teknar upp og myndband verður gert aðgengilegt fyrir foreldra og forráðamenn eftir páska.
Æfingar í sal eru hafnar og sýningar verða dagana 24., 25. og 26. mars næstkomandi. Unglingastigið sýnir leikgerð úr Latabæ þann 24. og verða sýningarnar í Óðali. Sýning miðstigs verður í salnum þann 25. og hefst kl. 13.15. Loks verður sýning nemenda á yngsta stigi í sal föstudaginn 26. og hefst kl. 10.10. Sýningarnar verða einungis fyrir nemendur og starfsfólk skólans.