Árshátíð

Ritstjórn Fréttir

Fjölmennt var á árshátíð grunnskólans sem fram fór 31. mars. Talið er að rúmlega 460 manns hafi sótt sýningarnar tvær. Auk þess komu nær allir nemendur grunnskólans að sýningunum með einum eða öðrum hætti. Það var stórkostlegt að sjá hversu vel unga fólkið skilaði sínu . Allur ágóði af sýningunum rennur í ferðasjóð nemenda.