Árstíðirnar fjórar – ný ljóðabók

Ritstjórn Fréttir

Ljóðabók 7. bekkjar kom út í dag. Bókin ber titilinn Árstíðirnar fjórar – vetur, sumar, vor og haust. Ljóðin í bókinni voru samin af nemendum 6. bekkjar við Grunnskólann í Borgarnesi veturinn 2017 – 2018. Verkefnið, sem unnið var undir leiðsögn umsjónarkennaranna Halldóru R. Björnsdóttur og Þórunnar Kjartansdóttur, fólst í því að yrkja ljóð um árstíðirnar fjórar. Verkefnið náði yfir allan veturinn og fengust nemendur við mismunandi ljóðform og bragreglur og spreyttu sig á glímunni við ljóðstafi, rím, endurtekningu og fleira.

Það voru stoltir höfundar sem tóku við eintökum sínum í dag og á sama tíma var skólasafninu afhent eintak af bókinni. Bókin, sem kemur út í tæplega eitt hundrað eintökum, er prentuð í prentsmiðjunni Odda og er allur frágangur hennar með besta móti.