Askjan mín

Ritstjórn Fréttir

Nú á dögunum lagði 8.bekkur lokahönd á skemmtilegt námsmatsverkefnið í stærðfræði. Verkefnið heitir Askjan mín og gekk verkefnið út á að hanna og búa til pappa öskju með opnanlegu loki, skreyta hana með flatarmyndum, reikna rúmmál öskjunnar og flatarmál flatarmynda. Unnu nemendur verkfnið í pörum og að sögn kennara gekk mjög vel og komu ýmsar útfærslur af öskjum.
Verkefnið var unnið undir styrkri stjórn stærðfræðikennarana í unglingadeild, Birnu Hlínar og Ingu Margrétar.