Áttu barn í grunnskóla? Þá er þetta fundur fyrir þig!

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélög Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarjarðar efna til fræðslufundar í Hjálmakletti þann 14. nóvember. Fundurinn hefst kl. 20.00. Nanna Kristín Christiansen, starfandi verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar flytur erindi undir yfirskriftinni Virkir skólaforeldrar – hvernig þá? Nanna hefur víðtæka þekkingu á sviði kennslu-, uppeldis- og samskiptafræða og hefur meðal annars gefið út bókina Skóli og skólaforeldrar – ný sýn á samstarfið um nemandann.

Vissuð þið kæru foreldrar að….

… stór hluti námsárangurs barna byggir á viðhorfum ykkar til náms og skólasamfélagsins!
… heimili og skóli eiga að virka sem ein heild (ekki andstæðir pólar)!
… skólinn er vinnustaður barna ykkar og þar með er aðkoma ykkar nauðsynleg!
… virkir skólaforeldrar auka líkur á að barnið upplifi námið og skólann á jákvæðum nótum!
… samskipti eru mikilvægustu hæfileikar 21. aldarinnar!