Bára Sara hreppti annað sæti í söngkeppni Samfés

Ritstjórn Fréttir

Söngkeppni Samfés, fór fram laugardaginn 25. mars í Laugardalshöllinni. Keppninni var sjónvarpað beint á RÚV. Ríflega þrjú þúsund ungmenni mættu í höllina til að fylgjast með keppninni. Úrslit urðu þau að Anya Hrund Shaddock frá félagsmiðsöðinni Hellinum á Fáskrúðsfirði sigraði. Hún söng lag sitt In the end. Í öðru sæti var svo framlag Vestlendinga, en Bára Sara Guðfinnsdóttir úr félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi flutti lagið We don‘t need to take our clothes off. Í þriðja sæti varð Júlíus Viggó Ólafsson úr félagsmiðstöðinni Skýjaborg sem flutti lagið Piano-man.
Á myndinni má sjá Báru Söru hampa verðlaunagrip sem hún hlaut fyrir sigur í undankeppninni á Vesturlandi.