8. nóvember er árlega helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er græni liturinn einkennislitur dagsins. Þá eru landsmenn hvattir til að standa saman gegn einelti, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og beina sjónum að jákvæðum samskiptum, skólabrag og starfsanda. Í tilefni dagsins mættu nemendur og starfsfólk skólans í grænum flíkum og söfnuðust saman í sal skólans og mynduðu grænt hjarta til stuðnings baráttunni gegn einelti. Það er gaman að geta þess að nýlegar niðurstöður Skólapúlsins benda til þess að einelti sé á undanhaldi í skólanum okkar.