Baráttan gegn einelti

Ritstjórn Fréttir

Baráttudagur gegn einelti verður þann 8. nóvember næstkomandi. Þá munu nemendur og starfsfólk grunnskólans fara í göngu með kröfuspjöld til að minna á mikilvægi þess að vinna gegn einelti. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10 og gengið niður í Skallagrímsgarð. Þar mun Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri ávarpa hópinn. Margt fleira verður svo á döfinni í skólastarfinu í vikunni til þess að fræða um og vekja athygli á einelti og birtingarmyndum þess.