Bekkjarsáttmálar komnir á vefinn

Ritstjórn Fréttir

Bekkjarsáttmáli er samkomulag sem nemendur og kennarar gera með sér um vinnuaðstæður og samskiptavenjur innan bekkjar eða árgangs. Sáttmálinn er unninn í samvinnu nemenda og kennara og byggir á þeim lífsgildum sem allir eru sammála um að séu mikilvægust fyrir farsælt samstarf og vellíðan allra.
Nemendur og kennarar hafa nú lokið við að gera bekkjarsáttmála í öllum árgöngum. Þeir eru útfærðir með myndrænum hætti og hafa verið settir á vef skólans. Myndir af bekkjarsáttmálum allra bekkja má finna undir liðnum Uppeldi til ábyrgðar – Leið okkar – Bekkjarsáttmálar.
Markmiðið með því að gera bekkjarsáttmála er að tryggja það að öllum líði vel í skólanum við leik og störf. Sáttmálinn á að vera virkur samningur sem allir hjálpast að við að halda.

image8