Þau Birta Rún Guðrúnardóttir og Einar Jósef Flosason tóku á dögunum þátt í spurningakeppninni Frímó í KrakkaRÚV. Þau voru rækilega studd af nokkrum bekkjarsystkinum sínum úr 4. bekk sem fengu að fylgjast með keppninni ásamt yngri systur Einars. Skemmst er frá því að segja að bæði liðin stóðu sig með prýði en þau Birta og Einar fóru með sigur af hólmi.
Keppnina má sjá hér: https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/frimo/30924/96t86n