Biskupsheimsókn

Ritstjórn Fréttir

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hóf vísitasíu sína í Vesturlandsprófastsdæmi með heimsókn í grunnskólann í morgun. Með henni í för voru Þorvaldur Víðisson biskupsritari og Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur. Þau skoðuðu skólann í fylgd skólastjórnenda og heilsuðu upp á nemendur og kennara. Auk þess fræddust þau um uppbyggingarstefnuna og velferðarkennsluna sem hér setja mark á skólastarfið allt.