Boðsbréf frá sveitarstjóra

Ritstjórn Fréttir

Skólanum hefur borist svohljóðandi boðsbréf frá Gunnlaugi Júlíussyni, sveitarstjóra Borgarbyggðar.
Miðvikudaginn 22. mars n.k. kl 15:00 verður haldinn hátíðarfundur sveitarstjórnar í Kaupangi í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness. Að hátíðarfundinum loknum verður haldin stutt athöfn við Grunnskólann í Borgarnesi þar sem tekin verður skóflustunga að viðbyggingu við skólann. Nemendur við Grunnskólann í Borgarnesi munu taka skóflustunguna. Miðað er við að athöfnin hefjist kl. 15:30. Öllum nemendum, kennurum og foreldrum barna í Grunnskólanum í Borgarnesi er boðið að vera viðstödd ánægjuleg tímamót þegar skóflustungan að viðbyggingunni verður tekin.