Bókasafninu barst í dag vegleg og kærkomin gjöf frá Foreldrafélagi skólans. Hið árlega jólaföndur Foreldrafélagsins, sem fram fór þann 1. des. sl., var fjármagnað með frjálsum framlögum þátttakenda. Þegar kostnaður hafði verið greiddur voru um 20 þúsund krónur eftir í sjóði og ákvað stjórn Foreldrafélagsins að láta þá upphæð renna til bókakaupa fyrir bókasafnið. Silja Eyrún Steingrímsdóttir og Sigursteinn Sigurðsson, sem sitja í stjórn foreldrafélagsins, komu færandi hendi á bókasafnið í dag og afhentu Júlíu skólastjóra sjö nýútkomnar bækur eftir íslenska höfunda. Bókasafnið og notendur þess þakka kærlega fyrir bækurnar sem margir munu örugglega lesa spjaldanna á milli.
Á myndinni má sjá þau Silju, Sigurstein og Júlíu ásamt nokkrum áhugasömum bókaormum úr 2. bekk.