Bókasafnið

Ritstjórn Fréttir

Á bókasafni Grunnskólans er lagt kapp við að úrval nýrra og skemmtilegra bóka sé sem fjölbreyttast. Jólabókaflóðið er því alltaf kærkomið fyrir bókasafnið því þar leynast alltaf mikið af skemmtilegum barna- og unglingabókum. Það segir sig sjálf að bókasafnið getur ekki keypt allar þær bækur sem koma út fyrir jólin og reyna Ásta og Vesna bókasafnsverðir að vanda valið þegar kemur að innkaupum. Fyrstu bækurnar fara að lenda og inn á bókasafni má finna stuttar kynningar um þær bækur sem verða keyptar fyrir og eftir jól.