Á skólabókasafninu þessa dagana er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins. Velja má eina til þrjár bækur sem hafa þótt skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er.
Nemendur geta fyllt út kjörseðil á bókasafninu. Kosning hófst miðvikudaginn 13. mars og stendur til 24. mars.
Heppinn vinningshafi verður dreginn út eftir páska. Vinningshafi getur fengið bók að eigin val af bókaverðlaunalistanum.
Bókaverðlaun barnanna er hluti af SÖGUR, verðlaunahátíð barnanna. Atkvæði nemenda í Grunnskólanum í Borgarnesi telja í með í vali á bestu bókum ársins. Þátttakendur geta stutt sínar uppáhaldsbækur áfram í kosningu KrakkaRÚV í apríl. Úrslit verða kynnt á Sögur – verðlaunahátíð barnanna sem sýnd er í beinni útsendingu á RÚV í júní 2023.