Börn hjálpa börnum 2017

Ritstjórn Fréttir

Árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar stendur yfir frá 16. mars til 9. apríl. Nemendur 5. bekkjar munu þá ganga í hús í sínum hverfum og safna framlögum í sérmerkta söfnunarbauka. Að söfnun lokinni er baukunum skilað til kennara. Börnin fá höfuðklúta til auðkenningar og viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Þetta er 20. árið sem þessi söfnun grunnskólabarna fer fram. Byggingar fjölmargra skóla og heimila fyrir fátæk börn í þróunarlöndum hafa verið fjármagnaðar með söfnunarfénu.